VENDINÁM - FLIPPED LEARNING
  • Hvað er vendinám?
  • Flippari ársins
  • Vendinetið

Hvað er vendinám?

Picture
Með vendinámi (flipped learning) er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við þar sem fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Þá geta nemendur sent spurningar um efnið til kennara (eða annarra nemenda í hópnum) og fá svör á netinu sem öllum eru opin. Þá eru nemendur hvattir til að nota netið til að finna heppilegt kennsluefni.
Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið öðruvísi. Þar vinna nemendur verkefnin, oftast saman í hóp, og kennarar aðstoða eftir þörfum við úrlausnir. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Nám er alltaf á ábyrgð nemenda og undirbúningur fyrir verkefnatímana í skólanum er nauðsynlegur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt.


Upplýsingasíður Keilis um vendinám

Picture
Picture

Keilir

Á heimasíðu Keilis er hægt að nálgast leiðbeiningar og upplýsingamyndbönd um vendinám,  
Picture
Picture

Nordic Flipped Network

Keilir leiddi Nordplus Junior samstarfsverkefni um gerð kennslumyndbanda og Norræns samstarfsnets um vendinám.
Picture
Picture

Flipped Learning in Praxis

Árin 2014 - 2016 stýrði Keilir verkefni styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins um samantekt á ganglegum leiðbeiningum og reynslusögum um vendinám.

Íslenska vendinámsnetið

Hérna eru upplýsingar um kennara, skólastjórnendur og aðra áhugasama aðila um vendinám á Íslandi. ​Þessir aðilar eru í íslenska vendináms netverkingu og geta aðstoðað þig, hvort heldur sem er við þín fyrstu skref í vendinámi eða til að dýpka skilning þinn á viðfangsefninu.

Vendinetið

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs

Grænásbraut 910
235 Reykjanesbær
Sími: 578 4000
© COPYRIGHT 2015. ALL RIGHTS RESERVED.
  • Hvað er vendinám?
  • Flippari ársins
  • Vendinetið